Stefnur og starfsáætlanir

Velkomin á Borgarbókasafnið – opið rými allra

Borgarbókasafnið starfrækir átta bókasöfn þar sem menningin og mannlífið blómstrar. Hvert og eitt safn hefur sína sérstöðu og sinn sjarma og því ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nýtt sér aðstöðuna sem í boði er. 

Við hvetjum notendur okkar til að staldra við hvort sem er til að grúska í safnkostinum, taka þátt í smiðju, kíkja á kaffistund eða myndlistarsýningu, nýta aðstöðuna, njóta samveru með fjölskyldunni eða hitta leshringinn.  

Borgarbókasafnið er í stöðugri þróun og starfsfólk leggur sig fram við að bjóða upp á spennandi safnkost, faglega upplýsingaþjónustu, skemmtilega og fjölbreytta viðburðadagskrá. Við tökum vel á móti nýjum hugmyndum og erum tilbúin að styðja við og taka þátt í alls konar verkefnum sem við teljum eiga heima undir hatti bókasafnsins. 

Við fögnum margbreytileika samfélagsins og erum stolt af Regnbogavottun Borgarbókasafnsins.

Kynntu þér allt sem við höfum upp á að bjóða á hér á heimasíðunni og fylgdu okkur á Facebook og Instagram.