Tilnefnd til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024
Tilnefnd til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024

Við óskum höfundum, þýðendum og myndhöfundum innilega til hamingju með tilnefningar til barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2024. Tilnefningarnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Iðnó 15. apríl s.l. Skúli Þór Helgason, formaður menningar-, íþrótta-, og tómstundaráðs veitti tilnefningarnar en alls eru fimm bækur tilnefndar í þremur flokkum. 

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verða veitt við hátíðlega athöfn í Höfða, þann 24. apríl kl. 11:00 og mun Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenda þau. 

 

Tilnefningar í flokki frumsaminna skáldverka

Hrím
eftir Hildi Knútsdóttur (JPV útgáfa)

Bannað að drepa
eftir Gunnar Helgason (Mál og menning)

Mömmuskipti
eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur (Mál og menning)

Stolt
eftir Margréti Tryggvadóttur (Mál og menning)

Svona tala ég
eftir Helen Cova (Karíba)

 

Tilnefningar í flokki myndlýsinga

Skrímslavinafélagið
myndlýsing Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir (JPV útgáfa)

Fjaðrafok í mýrinni
myndlýsing Sigrún Eldjárn (Mál og menning)

Álfar
myndlýsing Rán Flygenring (Angústúra)

Ég þori! Ég get! Ég vil!
myndlýsing Linda Ólafsdóttir (Mál og menning)

Einstakt jólatré
myndlýsing Linn Janssen (Mál og menning)

 

Tilnefningar í flokki þýðinga

Múmínálfarnir og hafshljómsveitin
þýðing Gerður Kristný (Mál og menning)

Þegar Ída litla vildi gera skammarstrik
þýðing Þórarinn Eldjárn (Mál og menning)

Tannburstunardagurinn mikli
þýðing Ásta Halldóra Ólafsdóttir (Kvistur bókaútgáfa)

Hvernig er koss á litinn?
þýðing Svanlaug Pálsdóttir (Kvistur bókaútgáfa)

Hænsnaþjófurinn
þýðing Ásta Halldóra Ólafsdóttir (Kvistur bókaútgáfa)

 

Í dómnefnd voru:

Sunna Dís Jensdóttir (formaður), Anna C. Leplar og Arngrímur Vídalín

Hér er að finna nánari upplýsingar um Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar.

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 17. apríl, 2024 13:38
Materials