Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja, myndir af þátttakendum

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Allt sem þú vildir vita um furðusögur en þorðir ekki að spyrja

Miðvikudagur 22. maí 2024

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir spjallar við fimm furðusagnahöfunda á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Hvað eru furðusögur, hvernig líta þessir ólíku höfundar á formið og hver er staða þess innan íslenska bókmenntaheimsins? Höfundarnir eru Alexander Dan Vilhjálmsson, Ármann Jakobsson, Emil Hjörvar Petersen, Hildur Knútsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Pallborð hefst kl. 16:50 og hægt verður að ræða við höfunda og fá sér kaffi í kjölfarið.

Viðburðurinn er upphitun fyrir íslensku furðusagnaráðstefnuna Icecon sem verður haldin helgina 24.-26. maí. Heiðursgestir eru John Scalzi, Emil Hjörvar Petersen og Kirsty Logan og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá málstofa og viðtala ásamt bókmenntagöngu, barsvari og spilaherbergi. Þar sem ráðstefnan fer fram á ensku var ákveðið að bjóða upp á viðburð utan dagskrár sem væri opinn öllum og færi fram á íslensku í samstarfi við Borgarbókasafnið.

Höfundarnir fimm koma úr ýmsum áttum, skrifa fyrir alla aldurshópa og vinna með vísindaskáldskap, spennutrylla, hrylling og fantasíur. Furðusagnahugtakið er tilraun til að ná yfir allar þessar mismunandi bókmenntagreinar sem vinna með það sem gæti orðið eða er fyrir utan okkar veruleika, það sem er á ensku kallað „speculative fiction“.

Öll velkomin

 

Viðburður á Facebook

Heimasíða Icecon 

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204
 

Bækur og annað efni