Sumarlestur 2021 - Myndhöfundur: Linda Ólafsdóttir
Sumarlestur 2021 - Myndhöfundur: Linda Ólafsdóttir

Sumarlestur Borgarbókasafnsins

Ár hvert hvetur Borgarbókasafnið börn út um alla borg til að lesa! Menningarhúsin okkar lifna við og bjóða upp á leik þar sem börn geta unnið verðlaun fyrir lesturinn.

Bókað fjör í sumar!

Komdu í lestrarveislu á bókasafninu! Í hverri viku fær einn heppinn lestrarhestur verðlaun frá Bókabeitunni og boð um að taka þátt í mánaðarlegu sumarlestursmyndbandi Borgarbókasafnins. Uppskeruhátíð verður svo haldin laugardaginn 28. ágúst í Borgarbókasafninu Grófinni. 

Hvernig er hægt að taka þátt í Sumarlestrinum?

Börnin velja sér veifu og hjálpa til við að koma barnadeildunum í veislubúning. Innan í veifurnar skrifa börnin nafn, símanúmer og aldur og svo setja þau veifurnar í sumarlesturskassann sem finna má í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Kynningarefnið í ár er málað af Lindu Ólafsdóttur sem hefur myndlýst fjölmargar barnabækur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

Materials