B.EYJA | Prófun á nýju borðspili í Grófinni

Notendur hittust í Grófinni til að prófa nýtt borðspil fyrir fólk sem langar að bæta sig í íslensku og hafa gaman á meðan.

Borðspilið kallast B.EYJA og er hugarsmíð Fan Sissoko og Helen Cova sem einnig hafa verið í samstarfi við málfræðinga og íslenskukennara við þróunina. Í spilinu býðst þátttakendum að æfa samtalshæfni og auka við orðaforða sinni með því að stíga inn í litríka og skapandi eyju sem tileinkuð er ákveðnu þema. Mikið er lagt í persónusköpun og skemmtilegar kveikur að áhugaverðum samræðum, sem vöktu kátínu meðal spilenda. Að lokinni prófun ræddi Fan við þátttakendur um upplifnuna og í hvað átt mætti þróa spilið til að gera það auðveldara í notkun.

Bókasafnið er opið rými sem miðar að félagslegri nýsköpun. Viljum við hvetja fleiri til að nýta vettvanginn til að prófa hugmyndir sínar með notendum

 

Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaralega þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Mánudagur 15. nóvember 2021
Flokkur