Lyktarsafnið

Stofan | Hlúum að skynfærunum í Lyktarsafninu

Í Lyktarsafninu vinnur Juan Camilo með lykt og áferð til að efla skynbragðið og opna á mismunandi skynjun á umhverfinu. Lyktarsafnið er hluti af verkefninu Stofan | Public Living Room, þar sem ólíkir aðilar búa til nýja, tímabundna staði á bókasafninu í anda Share the Care. Við spurðum Juan Camilo nokkurra spurninga um þennan nýja stað sem hann skapar í Grófinni og hvernig vinnustofurnar í Lyktarsafninu verða dagana 12. og 25. Febrúar 2024

Hvað finnum við í Lyktarsafninu?  
Á Lyktarsafninu erum við að auka skynbragðið með því að skynja betur. Hvaða minningar og þekking vakna við að finna ákveðna lykt? Hvernig öðlumst við betri skilning með því að nýta okkur fleiri skynfæri en til dæmis augun? Á vinnustofunum vinn ég með lykt, hluti og áferðir og leiði þátttakendur um króka og kima hugans. Ég vil bjóða upp á tækifæri til að endurheimta sambandi okkar við skynfærin – hvernig við skynjum hvert annað, heiminn og þá hluti sem við leikum okkur með og notum. Á vinnustofunni getur verið að þátttakendur vilji segja skilið við ákveðna túlkun eða þekkingu, sem þeim finnst ekki lengur standast skoðun eða byggja upp annarskonar tengingar og sambönd við umhverfið.   

Hvernig lítur Lyktarsafnið út?  
Það eru viðarkassar í myndasögudeildinni á 5. hæð í Grófinni. Í kössunum er samansafn af hlutum og leiðbeiningar um hvernig megi nota þá. Hægt er að framkvæma æfinguna í pörum eða sem einstaklingar. Ég er með margar mismunandi lyktir sem við notum. Í þessari upplifun reiðum við okkur á önnur skynfæri en sjónina. Annar aðilinn leiðir könnunarleiðangurinn en hinn einbeitir sér að því að skynja. Fyrsta skrefið hjá þeim sem skynjar er að loka augunum. Í skrefum kynnir leiðandinn innihald kassans fyrir skynjandanum, sem fær að finna mismunandi lyktir, áferðir og form hluta og hljóð. Hægt er að setja hluti í hönd þess sem skynjar, á höfuðið, nálægt nefi, munni eða eyra. Mikilvægt er að fá samþykki frá þeim sem skynjar áður en byrjar er á æfingunni. 

Lyktarsafnið Lyktarsafnið

Hvernig verða vinnustofur Lyktarsafnsins sem þú leiðir? 
Við byrjum á tilfinningaskynjun með hreyfingu, hljóði og slökun áður en við byrjum á því að skynja hlutina og deila með hverju öðru. Á meðan á æfingunni stendur tjáir sá sem er að skynja sig ekki í orðum um það sem er upplifað eða gert. Þegar búið er að kanna alla hlutina þá er tekið frá augum og hægt er segja frá því hvað fór fram í huga þess sem skynjaði og deila hvernig þeim fannst æfingin vera. Ætlunin er að hægt verði að finna hugarró og nýjar hugleiðingar í Lyktarsafninu. Vinnustofan tekur um tvo tíma í heild. Eftir að æfingunum lýkur, þá langar mig að þátttakendur skrifi niður eina setningu. Þegar Lyktarsafnið lokar, þann 29. Febrúar, þá erum við komin með samansafn of mörgum línum sem við tengjum í eina heild.

Hvar fara vinnustofurnar fram?
Á vinnustofunni langar mig að hreyfa mig um Grófarhúsið og jafnvel fara inn í sýningasal Ljósmyndasafns Reykjavíkur á 6. hæðinni. Þar er stendur yfir sýning listamannsins Stuart Richardson "Undiralda”. Myndirnar og verkin hafa einstaka ljóðræna áferð sem Stuart tekst að miðlar í rýmið. Þetta er kjörið umhverfi sem tengir okkur náttúrunni og kemur okkur á stað þar sem við getu speglað okkur og stutt á leið okkur að skynja með nýjum hætti og finna það sem er innra með okkur. 

Þema Stofunnar í ár er „Share the Care“. Hvað eða hverjir þurfa á umhyggju að halda í okkar samfélagi?   
Við þurfum að hlúa að  skynfærum okkar, því skynjun og skilningur efla skynbragðið. Þetta er það sem ég vil stuðla að. Bók sem ég myndi mæla með og fjallar um álíka spurningar og í Lyktarsafninu er „Staying with the trouble : making kin in the Chthulucene“ eftir Donnu Haraway.  

 

Donna Haraway - Staying with the Trouble

 

Nánari upplýsingar um Stofan | A Public Living Room veitir
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka  
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is  

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 14. febrúar, 2024 10:38