group picnicking

Pikknikk í Árbæ

Gestgjafinn að þessu sinni var Feven Aberham og deildi hún eþíópískum injera-pönnukökum með ýmsum heimagerðum sósum. Mörg settust hjá okkur í lautinni og deildu sögum af matarævintýrum utan landsteinanna. Einnig ræddum við ólíkar aðferðir til að útbúa kássur og sósur - hvað fer fyrst í pottinn og hversu lengi er hvert hráefni látið malla. Gleðin var mikil meðal þátttakenda að fá að upplifa eþíópískan mat með einstökum kryddbrögðum, sem ekki fást að jafnaði í matvöruverslunum á Íslandi.

stews and injera

Hópurinn sem sat í kringum hlaðborðið tóku af sér skóna og komu sér þægilega fyrir á pullum eða stólum sem dregnir voru að lautinni. Hér gáfum við okkur tíma til að njóta blíðviðrisins án þess að þurfa að rjúka einn né neitt, inni á bókasafninu í skjóli frá amstri hversdagsins. 
 

 

Meira um lautarferðirnar hér
 

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

UppfærtMánudagur, 8. apríl, 2024 16:15