Bókarkápa bókarinnar Beyond Black (mynd af Amy Winehouse) splæst saman við mynd af Þórunni Antoníu í rauðu herbergi
Beyond Black/Þórunn Antonía

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir
Tónlist

FRESTAÐ Bókakaffi | Beyond Black | Hver var Amy Winehouse?

Þriðjudagur 15. febrúar 2022

Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið frestað til 22. febrúar n.k.

Tónlistarkonan Þórunn Antonía flutti ung til London til þess að láta drauminn um tónlistarferil rætast. Hún lenti í spennandi ævintýrum þar í borg, starfaði með þekktum hljómsveitum og kynntist meðal annars söngkonunni heitinni, Amy Winehouse. Bestu vinir Amy skrifuðu um hana bókina Beyond Black sem  gefin var út á síðasta ári (2021). Þau báðu Þórunni Antoníu að skrifa einn kafla bókarinnar. Þórunn mun ræða vinskap þeirra og hvað gekk á hjá henni sjálfri í bransanum.

Viðburður á Facebook.

Þórunn Antonía á Facebook.

Þórunn Antonía á Instagram.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is