Juan Camilo Roman Estrada leiðir kvöldgöngu á spænsku
Juan Camilo Roman Estrada leiðir kvöldgöngu á spænsku

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Bókmenntir

Kvöldganga á spænsku | Un poema andante

Fimmtudagur 1. júlí 2021

Compartamos una tarde de verano vagando por las calles de Reykjavik y reflexionando sobre nuestra vida en esta ciudad a través del lente de la poesía. Reykjavik siempre ha sido un lugar de inspiración y asombro, donde las nobles aves silvestres han encontrado un lugar para prosperar. “Ljóð í leiðinni” (Meðgönguljóð) es una antología de poesía realizada por poetas locales en 2013, sobre su relación con la ciudad y cómo ella ha dado forma a sus sueños.

Nuestro guía, Juan Camilo, es un poeta nacido en Colombia que ha estado deambulando por Islandia desde 2007. Nos llevará a dar un paseo por Reykjavik leyendo algunos de los poemas de este libro junto con sus propias traducciones al español, compartiendo sus propias impresiones de nuestra Bahía humeante.

Juntos podemos escribir un poema hecho de pasos, conectando con el espíritu de la poesía en esta legendaria tierra de hielo. Todos bienvenidos, regístrese abajo de la página.

---

Deilum sumarkvöldi á flakki um götur Reykjavíkur og skoðum líf okkar í þessari borg í gegnum ljóðlinsuna. Reykjavík hefur löngum verið vettvangur innblásturs og undurs, þar sem göfugir villtir fuglar hafa fundið sér stað til að dafna. „Ljóð í leiðinni“ (útg. Meðgönguljóð) er ljóðabók sem gerð var af skáldum sem bjuggu í Reykjavík árið 2013, hún fjallar um samband þeirra við borgina og hvernig hún hefur mótað drauma þeirra.

Leiðsögumaður okkar, Juan Camilo, er skáld sem fæddist í Kólumbíu en hefur verið á reiki um Ísland síðan 2007. Hann fer með okkur í göngutúr um Reykjavík og les nokkur ljóð úr Ljóð í leiðinni, bæði á íslensku og eigin þýðingar á spænsku, ásamt því að deila eigin tilfinningum um borgina.

Saman getum við ort ljóð úr skrefum sem tengjast anda þessa goðsagnakennda lands. Gangan fer fram á spænsku. Allir velkomnir, skráning neðar á þessari síðu.

 

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Lagt er af stað kl. 20 frá Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, nema annað sé tekið fram. Hér má sjá yfirlit yfir göngur sumarsins 2021.

Þátttaka er ókeypis. Við biðjum alla vinsamlegast um að skrá sig í göngurnar, en vísum þó engum frá. Skráning fer fram í viðburðum á heimasíðum viðkomandi safns.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir: 
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is