Ljóðakaffi | Freyðandi ljóð með Þóru
Ljóðakaffi | Freyðandi ljóð með Þóru

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Ljóðakaffi | Freyðandi ljóð með Þóru

Fimmtudagur 24. febrúar 2022

Þóra Hjörleifsdóttir svikaskáld sér um ljóðakaffið þar sem þrjú skáld í yngri kantinum flytja ljóð sín. Boðið verður upp á freyðandi ljóð og léttar veitingar.

Fram koma: Brynjar Jóhannesson sem vakið hefur athygli fyrir sína fyrstu ljóðabók Álfheima, Haukur Ingvarsson sem gaf út bókina Menn sem elska menn fyrir jólin og er handhafi Ljóðaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og Þórdís Helgadóttir sem var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í ár fyrir ljóðabókina Tanntöku. Þóra Hjörleifsdóttir er meðlimur svikaskáldanna sem voru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár og hefur gefið út skáldsöguna Kviku. Skáldin lesa úr og ræða nýútkomnar bækur sínar.

Öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavikis | s. 411 6204
 

Bækur og annað efni