ungur notandi að ýta takka á midi hljómborð í verkstæðinu

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Ungmenni
Verkstæði

Verkstæðin | Fiktdagar

Miðvikudagur 19. janúar 2022

Hefur þú áhuga á tónlist eða myndvinnslu? Þá er þetta tækifærið til að rækta kunnáttuna með fikti og félagsskap. Prófaðu þig í eitthvað nýtt eða komdu með verkefni. Starfsfólkið okkar er til staðar til að veita aðstoð um það hvernig best er að bera sig að við að taka fyrstu skrefin.  Á Verkstæðinu lærum við af mistökum og hjálpum hvert öðru – þess vegna eru byrjendur jafnt sem lengra komnir jafn mikilvægir á Verkstæðinu. 


Komdu á Verkstæðið í Grófinni og fiktaðu í frábærum forritum!

Í boði eru til dæmis:

  • Tónlistarforrit: Logic Pro, Ableton Live, Reaper og Garageband
  • Myndvinnsluforrit: Final Cut Pro, Adobe (Photoshop, InDesign, Illustrator, Premiere Pro, o.s.fr.) og iMovie
  • Svo erum við líka með grænskjá (green sceen)!

Allir eru velkomnir algjörlega óháð kunnáttu, ungir sem aldnir - en yngri en 13 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Þátttakendur mega gjarnan mæta með eigin fartölvu og verkefni, en á staðnum eru fjórar veglegar iMac tölvur.

Meira um Fiktdaga, opna aðstoðartíma á Verkstæðinu í Grófinni.

Sjá viðburðinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Karl James Pestka, verkefnastjóri
karl.james.pestka@reykjavik.is | 665 0898