Stuttmyndahandritagerð með Önnu Sæunni
Stuttmyndahandritagerð með Önnu Sæunni

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

FULLBÓKAÐ! - SÖGUR - Stuttmyndahandritagerð | 9-12 ára

Laugardagur 9. október 2021

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa handrit fyrir stuttmyndir undir leiðsögn Önnu Sæunnar Ólafsdóttur.
Þátttakendur mæta tvisvar sinnum, laugardagana 9. og 16. október og vinna í handritinu sínu þess á milli.

Ath. Fullbókað er á námskeiðið.

Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is 
 

Í fyrra skiptið fer Anna Sæunn yfir undirstöðuatriðin í handritagerð og kennir skemmtilegar leiðir við að finna innblástur. Þegar börnin mæta í seinna skiptið verður yfirferð og mun Anna Sæunn leiðbeina frekar með uppkastið sem börnin framleiða milli tímanna.

Afrakstur námskeiðsins verður stuttmyndhandrit og hvetjum við börnin til að senda inn í samkeppni til KrakkaRÚV sem velur bestu handritin til framleiðslu og sýningar í sjónvarpinu. Besta stuttmyndin verður svo verðlaunuð á stóru verðlaunahátíðinni næsta vor í beinni útsendingu á RÚV.

Anna Sæunn Ólafsdóttir er menntuð leik- og kvikmyndagerðarkona. Hún hefur komið að framleiðslu og leikstjórn fjölda stutt- og heimildamynda og rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki í dag. Hún viðamikla reynslu og brennandi áhuga á vinnu með börnum og unglingum.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146