Þorir þú í draugalegan göngutúr?

Um þennan viðburð

Tími
14:30 - 23:00
Verð
Frítt
Staður
Streymi
Börn

Hlaðvarp | Hrekkjavökuganga fyrir alla fjölskylduna

Föstudagur 30. október 2020 - Mánudagur 2. nóvember 2020

Aðstæður í samfélaginu gera að verkum að ekki er hægt að fagna hrekkjavökunni með hefðbundnum hætti í ár. Borgarbókasafnið býður fjölskyldum því upp á hrekkjavökugaman í formi rafrænnar bókmenntagöngu sem hægt er að fara saman, hvar og hvenær sem er!

Sunna Dís Másdóttir les úr skuggalegum, draugalegum, já og stundum hreint út sagt hryllilegum bókum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Gönguna má fara hvar sem er - í þínu heimahverfi, um kirkjugarð í kvöldhúmi, eða bara í huganum uppi í rúmi...  Stingdu rafhlöðum í vasaljósið, settu vampírutennurnar upp og reimaðu á þig gönguskóna - ef þú þorir!

Gönguna má nálgast á hlaðvarpi Borgarbókasafnsins
Hér: https://spoti.fi/3jHaYYe
Eða hér: https://bit.ly/37TEQOy

Takið með ykkur þráðlausan hátalara eða hlustið saman í heyrnartólum, við lofum skelfilegri fjölskyldustund!

Lesið er úr eftirfarandi bókum:

  • Bölvun Múmíunnar eftir Ármann Jakobsson
  • Drauga-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson
  • Dúkka eftir Gerði Kristnýju
  • Eitthvað illt á leiðinni er, ritstjóri Markús Már Efraím. Höfundar sögunnar: Ronja Björk Bjarnadóttir og Matthea Júlíusdóttir
  • Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkín Beck
  • Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur

Ef ykkur langar til að heyra hvernig sagan endar, þá getið þið pantað bókina hér!

Vonum að þið skemmtið ykkur hræðilega vel!

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | s. 411.6100
 

Bækur og annað efni