Refillinn frá Bayeux, Reynir Tómas Geirsson
Refillinn frá Bayeux, Reynir Tómas Geirsson

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Refillinn frá Bayeux

Mánudagur 28. mars 2022

Reynir Tómas Geirsson læknir býr yfir miklum fróðleik um refilinn frá Bayeux, sem er 70 m langur léreftsdúkur, u.þ.b. 950 ára gamall, þar sem orrustunni við Hastings árið 1066 er lýst í fjölda útsaumaðra mynda. Reynir segir á líflegan hátt frá frá sögunni að baki myndunum, útsaumsaðferðinni (refilsaumi, sem einnig hefur varðveist á Íslandi) og hvernig þessi langi strangi varðveittist gegnum viðsjárverða tíma til okkar daga.

Bayeux-refillinn er ein af þjóðargersemum Frakka, varðveittur í borginni Bayeux í Normandí og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Orrustan við Hastings var ein mesta orrusta sem háð hefur verið á Bretlandseyjum, en þar börðust heimamenn við innrásarher frá Normandí, sem réðst inn í England og hafði sigur. Eiginkona Reynis, Steinunn Jóna Sveinsdóttir, þýddi bókina Dvergurinn frá Normandí, eftir Lars-Henrik Olsen, spennandi bók sem fjallar einmitt um tilurð verksins.

Reynir Tómas var læknir á Kvennadeild Landspítalans í 30 ár, þar af forstöðulæknir og prófessor í tvo áratugi. Hann er góður sögumaður og skreytir frásögnina með miklu myndefni, þar sem fjallað er um atburði sem breyttu sögu Englands, Evrópu og heimsins.

Verið öll velkomin!

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

 

 

 

 

Bækur og annað efni