Ferðakaffi | Lifum lengi, betur
Ferðakaffi | Lifum lengi, betur

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

FRESTAÐ Ferðakaffi | Lifum lengi, betur

Fimmtudagur 26. mars 2020

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Guðjón Svansson og Vala Mörk frá Njóttu ferðalagsins fóru ásamt tveimur yngstu sonum sínum í fimm mánaða rannsóknarferðalag á fyrri hluta þessa árs. Þau sóttu heim „Blue Zone“ svæði heimsins, en þau eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu.

Í fyrirlestrinum segja þau Guðjón og Vala frá því hvað helst hefur stuðlað að löngu og góðu lífi íbúa á þessum svæðum og hvað þau eiga sameiginlegt. Þau munu tala um hvað við Íslendingar getum lært af þessum samfélögum til þess að fyrirbyggja kulnun og streitu og auka vellíðan og hamingju fólks heima og í vinnu.

Lykilatriði í því að lifa lengi og vel er að einfalda lífið og njóta þess betur. “Lifum lengi, betur” hjálpar þátttakendum að finna leiðir til þess.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is
S. 411 6204