Námskeið í tálgun í Borgarbókasafninu í Árbæ
Viður er lifandi efni sem gaman er að tálga

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

FRESTAÐ Handverkskaffi | Tálgum í tré

Mánudagur 23. mars 2020

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Bjarni Kristjánsson mun kenna helstu aðferðir í tálgun og meðferð tilheyrandi tækja og tóla. Þátttakendur spreyta sig á að tálga út sleif úr íslensku náttúrulegu efni.
Bjarni er grunnskólakennari hefur stundað handverk af ýmsu tagi. Má þar nefna tálgun,  útskurð,  rennismíði,  trafaöskjugerð og eldsmíði. Hann hefur í gegnum árin kynnt sér gamalt og þjóðlegt handverk.

Öll verkfæri á staðnum. 

Viðburðurinn er ætlaður fullorðnum. 

Verið velkomin!


Nánari upplýsingar:

Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is | Sími 411 6250