Pétur Oddbergur
Pétur Oddbergur prjónar um alla borg. Mynd eftir Sebastian Ryborg Storgaard

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Handverkskaffi | Prjónað saman

Mánudagur 24. febrúar 2020

Prjónað með körlum og konum, strákum og stelpum undir leiðsögn Péturs Oddbergs Heimissonar. 

Pétur hefur stundað prjónaskap í rúmlega tíu ár og hefur fengið verðskuldaða athygli sem eini karlmaðurinn sem leiðir prjónahópa á opinberum vettvangi. Reglulega hefur hann haldið prjónakvöld á Kex Hostel og námskeið þar sem hann kennir og hvetur prjónafólkið áfram og leggur áherslu á að því fylgi ákveðin slökun að hafa prjóna og garn milli handanna. Pétur hefur sérstakan áhuga á að fá karlmenn til að mæta og prófa því ennþá eru konur í meirihluta þeirra sem prjóna.

Upplagt fyrir vana jafnt sem óvana að koma í bókasafnið og fá innblástur og hugmyndir.

Þátttakendur mæta með eigin prjóna og garn. 
 

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is
411 6250