Shilpa Khatri Babbar
Shilpa Khatri Babbar

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Spjall og umræður

Indland í brennidepli III | Allt um Ayurveda, framandi krydd og jurtir

Laugardagur 16. mars 2024

IN ENGLISH

Orðið Ayurveda er samsett úr orðunum líf og þekking eða vísindi og fræðin fjalla um hvernig við eigum að lifa lífinu á heilnæman hátt. Shilpa Khatri Babbar fer yfir grundvallaratriði þessa forna lækningakerfis og hvernig það tengist öllum þeim framandi kryddum og brögðum sem gera indverska matargerð svo vinsæla víða um heim. Að elda og borða mat í Indlandi er ekki tilviljunarkennd athöfn heldur felur í sér áherslu á skylda þætti eins og hungur, matarlyst, hráefni, ferlið í matargerðinni, umhverfið, skapferli þess sem eldar matinn, hvernig hann er borinn fram, hvernig fólk matast og meltinguna. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 

Shilpa er félagsfræðingur og hefur starfað sem háskólakennari í 25 ár. Hún hefur verið gestakennari og formaður indverskra fræða við Háskóla Íslands frá árinu 2022 á vegum ICCR – Indian Council for Cultural Relations. 

Shilpa heldur fyrirlestra í Borgarbókasafninu Grófinni, þrjá laugardaga í mars. Fyrir henni er Indland ekki einungis staður á landakortinu heldur líkt og perluband sem myndar þá andlegu, menningarlegu, félagslegu og heimspekilegu þætti sem hafa lagt grunninn að ævafornum siðum og hefðum sem enn eru við lýði í Indlandi. Í fyrirlestrunum mun hún kynna fyrir okkur jógahugtakið, indversku heimspekina að baki AUM, lækningakerfið Ayurveda og indverska matarmenningu. 

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar 
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115 

Merki