zensystur

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Fræðsla

Núvitund í verki

Laugardagur 4. desember 2021

Zen-systurnar Þórdís Halla og Sigrún Ása Sigmarsdætur leiða teikni- og hugleiðslustund fyrir alla fjölskylduna.

Í hæglæti og núvitund felst ánægja. Ein aðferð til að róa hugann er að teikna endurtekin munstur með aðferð sem kallast Zentangle. Markmiðið er að njóta stundarinnar og finna gleði með viðráðanlegu verkefni. Teiknikunnátta er óþörf. Sest er niður með einföld áhöld, lítið spjald og penna og við horfum á drættina verða að mynd, eitt strik í einu.

Zentangle hugmyndafræðin leggur áherslu á einfaldar aðferðir við að skapa þar sem umburðarlyndi er í fyrirrúmi. Ferlið við sköpunina er aðalatriðið og leikgleðin er í hávegum höfð. Aðferðin er afmörkuð og handhæg fyrir þau sem vilja tileinka sér núvitund í verki því hún krefst aðeins penna og blaðs sem hægt er að grípa til í hvaða aðstæðum sem er og hvenær sem er.

Verið velkomin í rólega stund á aðventunni!

Frekari upplýsingar:
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is