Hugguleg stemmning í glugga, bók og kaffi og manneskja í floti í sundlaug

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

Kyrrðarkvöld og flot

Föstudagur 4. mars 2022

Við bjóðum við upp á rólega stemningu á safninu á svokölluðu Kyrrðarkvöldi.

Ljósin verða dempuð, róleg tónlist fær að óma og boðið verður upp á slökun í salnum.

Í samstarfi við Dalslaug verður einnig boðið upp á flotviðburð í sundlauginni.

Fljótandi slökunarstund þar sem við upplifum heilandi stund saman í tímaleysi umlukin vatninu. Flotviðburður þar sem við munum njóta djúprar slökunar og friðsældar í líkama, huga og sál. 

Flotviðburðurinn er undir handleiðslu flotmeðferðaraðila Flothettu. Upplifunin miðar að því að leiða þátttakendur inn í djúpt slökunarástand í vatninu og eiga saman fallega og nærandi samverustund.

Gefandi samvera í vatninu er dásamleg upplifun og það að fljóta um í þyngdarleysinu gerir heilsubætandi áhrif flotsins margþætt. Hvíld og verkjalosun, bættur svefn og meiri ró er meðal þess sem þakklátir þátttakendur hafa nefnt sem ástæðu þess að þeir koma aftur og aftur til að fljóta.

 

Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.

 

Dagskrá:

Kl. 20: Flot í Dalslaug - flotbúnaður á staðnum

Kl. 21: Slökun í salnum - Dýnur á staðnum

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is