Þétting hryggðar
Þétting hryggðar

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

Leikhúskaffi | Þétting hryggðar

Þriðjudagur 7. september 2021

Borgarbókasafnið í Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu.

Þriðjudaginn 7. september klukkan 17:30 segja Halldór Laxness Halldórsson og Una Þorleifsdóttir frá uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu Þétting hryggðar. Í kjölfar kynningarinnar er rölt yfir leikhúsið þar sem fjallað verður um og skoðuð leikmynd leikritsins og önnur umgjörð. Í lokin býðst þátttakendum 10% afsláttur á miðum á sýninguna.

Viðburðurinn er ókeypis, allir velkomnir.