Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Lífsstílskaffi | Hættu að væla komdu að kæla

Laugardagur 12. febrúar 2022

Stofnandi ANDRI ICELAND fjallar um hugtök og undirstöðuatriði kenninga sinna, deilir sinni persónulegu vegferð og kynnir áhorfendur fyrir Wim Hof öndunartækninni og kuldaþjálfun.

Innblásinn af áhrifum beinnar kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að fyrsta vali þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum skoðanamynstrum og fara ofan í ískalt vatn, undir handleiðslu Andra.

Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til þess að ná aftur stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að vera til í auga stormsins.

Öll velkomin!

Viðburðurinn á Facebook
 

Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir
maria.thordardottir@reykjavik.is | s. 4116160