Hönd að setja nálina á plötuspilara á plötu.
Victrola record players/Unsplash

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður
Tónlist

Vínylkaffi | Nýtt undir nálinni

Fimmtudagur 2. júní 2022

Það er stundum sagt að það sé ekkert nýtt undir sólinni, en það sama á ekki við um nálina.

Hljómplatan lifir ekki aðeins góðu lífi, hún er enn í stanslausri þróun og alltaf eitthvað nýtt að gerast. 

Að þessu sinni verður vínylkaffi Borgarbókasafnsins haldið í nýjasta safninu, Úlfarsárdal og er því upplagt að skoða það nýjasta og ferskasta í heimi vínylplötunnar.   

Spjallað verður um fyrstu plötur ungra hljómsveita, nýjustu verk sjóaðra poppara, þrefalda safnplötu með öllum helstu slögurum Ladda og allt þar á milli.  

 

Vínylkaffi Borgarbókasafnsins: Heitt á könnunni, ferskt á fóninum.  

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veita:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá

stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Örvar Smárason, bókavörður

orvar.smarason@reykjavik.is

Valgeir Gestsson, sérfræðingur

valgeir.gestsson@reykjavik.is