Grafísk hönnun 2021, Borgarholtsskóli
Grafísk hönnun 2021, Borgarholtsskóli

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 16:00
Verð
Frítt
Sýningar

Grafísk hönnun 2021

Mánudagur 10. maí 2021 - Laugardagur 22. maí 2021

Vorsýning nemenda í Borgarholtsskóla er árlegur vorboði á bókasafninu í Spönginni. Ungt hugmyndaríkt og skapandi fólk sem stundað hefur nám í grafískri hönnun á listnámsbraut skólans sýnir útskriftarverkefni sín, sem ávallt er mikið lagt í.

Þeir sem eiga verk á sýningunni þetta árið eru Daividas Kaubrys, Elín Aspelund Georgsdóttir, Fannar Freyr Bergsson, Gísli Ingólfsson, Hildur Högna Önnudóttir, Ómar Smári Sigurgeirsson, Ragnheiður Hrönn Þórðardóttir, Sara Sóley Ómarsdóttir, Stefán Atli Gunnarsson og Tómas Torrini.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-19, fös 11-18 og lau 11-16.

Athugið að síðasti sýningardagur er laugardagurinn 22. maí.

Sjá hér myndir frá opnun sýningarinnar 10. maí s.l.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is 

See less