Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Sýningar

Samskrifa Writing Space | Stofan - A Public Living Room

Þriðjudagur 26. október 2021 - Þriðjudagur 2. nóvember 2021

Samskrifa er rými fyrir fólk til að koma saman og sinna skrifum af ýmsum gerðum sem vísa í fjölbreytta reynslu á öllum mögulegum tungumálum.
Það erfiðasta við að skrifa er að finna tíma og stað þar sem hægt er að einbeita sér að eigin verki.
Stofa Michelle Spinei býður upp á aðstöðu til að sinna skrifum á opnunartímum bókasafnsins.
Þau sem þurfa á frekari hvatningu og myndu vilja skrifa með öðrum til að halda sér við efnið þá er einnig boðið upp á:

Samskrifa Writing Sprints með Michelle
Á hverjum degi milli 26. til 29. október frá 17.00-18.30

Hvernig eru writing sprints?
Við sitjum saman og skrifum hvert í sínu lagi í ákveðinn tíma. Við kynnumst hvoru öðru and deilum textunum sem við erum að vinna að. Við stillum stoppklukkuna á 45 mínútur og erum hvort öðru hvatning í að skrifa. Þegar tíminn er liðinn, þá tökum við stutta pásu og segjum hvoru öðru frá hvernig gekk. Við skrifum svo í aðrar 30 mínútur. Að því loknu ræðum við textann sem við unnum að.

Öll sem hafa áhuga á skrifum eru velkomin.

Einu sinni í mánuði er Stofan | A Public Living Room opnuð af samstarfsaðila sem hefur hannað rýmið eftir sínu höfði. Opnun stofunnar hefst með samtali við aðila að eigin ósk.

Frekari upplýsingar um Stofuna | A Public Living Room
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is