Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Content – Contained – Container

Laugardagur 17. apríl 2021 - Sunnudagur 16. maí 2021

Smiðja tengd sýningunni verður á dagskrá Barnamenningarhátíðar 15.maí næst komandi. 

Jurgita Motienjunaite sýnir fjölbreytt verk í Gerðubergi unnin úr efnivið sem að ölli jöfnu lendir í flokkunartunninni. Í meðförum Jurgitu öðlast efnivðurinn nýtt líf og samhengi. Fallegir litir og form hluta sem við erum vön að sjá í hlutverki umbúða um matvæli eru nú orðin hluti af listaverkum.

Hlustið hér á áhugavert viðtal við Jurgitu í Lestinni á Rás 1, þar sem margt mikilvægt ber á góma. Viðtalið byrjar á mínútu 22. 

Um listamanninn

Jurgita Motiejunaite er fædd í Litháen árið 1974. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Vilnius 1999 og hefur síðan tekið þátt í fjölda listasýninga. Hún hefur komið að fjölda listrænna verkefna Litháíska móðurmálsskólanum og haldið utan um listsýningar barna sem stunda þar nám. Jurgita býr í Reykjavík og starfar sem innanhúss- og húsgagnahönnuður. Jurgita lifir í þrítyngdum veruleika - Litháískum, enskum og íslenskum. Að hennar mati nær enskan best utan um innihald sýningarinnar hennar  - Content-Contained- Container. 

Verkin á sýningunni er unnin uppúr fjölbreyttum efniviði  sem á það sammerkt að vera umbúðir utan um eitthvað, en í hennar meðhöndlun öðlast þær nýtt líf, verða fallegar.

Sjá opnunartíma í Gerðubergi
Facebook viðburður

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 698 0298