Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist

FULLBÓKAÐ Tónlistarsmiðja | Ukulele með Svavari Knúti fyrir litla og stóra

Laugardagur 29. maí 2021

Aldur: 8+
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12

Svavar Knútur verður með spennandi ukulele-kennslu á bókasafninu í Spönginni fyrir litla og stóra: alla fjölskylduna, frænkur, frændur og vínafólk! Svavar kennir nokkra vinsæla hljóma sem duga til að spila (og syngja) hressileg lög og sýnir að það er tiltölulega auðvelt að ná tökum á þessu hljóðfæri. Við útvegum þér hljóðfæri, en þátttakendur mega koma með sitt eigið ukulele!


Þú þarft ekki að kunna neitt á ukulele til að hafa not af námskeiðinu, en kannski áttu hljóðfæri sem safnar ryki heima? Smiðjan hentar öllum frá 8 ára upp til 88 og eldri!
Ath! Yngri en 13 ára taka fullorðinn ættingja með sér til þess að hafa meira gaman og læra á ukulele saman!

Svavar Knútur söngvaskáld hefur getið sér gott orð bæði fyrir sína eigin frumsömdu tónlist og fyrir nálgun sína á sígild íslensk sönglög. Hann hefur vakið athygli fyrir vald sitt á samspili söngs og hljóðfæris – aðalsmerki trúbadorsins – sem og skemmtilega sagnamennsku milli laga. Einlægni og hlýja ráða ríkjum í tónlist Svavars Knúts, sem þó er krydduð með húmor inn á milli. 

 

Spennandi tilboð! Ef þér líst mjög vel á hljóðfærið í smiðjunni þá er hægt að kaupa sér eintakið á staðnum hjá Svavari Knúti!


Viðburður á Facebook.
 

Nánari upplýsingar:
Justyna Irena Wilczynska, justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is
Borgarbókasafnið Spönginni, Spöngin 41