Kynningar | Íslenska sem annað mál

Kennir þú íslensku sem annað mál?

Borgarbókasafnið býður upp á safnkynningu fyrir nemendur og aðra hópa. Kynningin hefur til dæmis nýst tungumálaskólum vel, sem og öðrum hópum þar sem unnið er með íslensku og stuðlað að aukinni tengingu við íslenskt samfélag.

Fyrir heimsóknina er tilvalið að kynna sér efnið í meðfylgjandi glærum: Fjölmenning 2020.

Almenningsbókasöfn eru einstök gátt að samfélaginu og gríðastaður fyrir alla borgarbúa. Þegar maður er að fóta sig í nýju landi er það ómetanlegt að eiga aðgang að upplýsingum, fjölbreyttum safnkosti, menningarviðburðum og að geta hitt annað fólk. Söfnin eru öllum opin og öllum er velkomið að njóta þess sem þau hafa upp á að bjóða. 

Hefur þú áhuga á kynningu og heimsókn á Borgarbókasafnið? Hafðu samband við umsjónarmenn:

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, deildarbókavörður í Borgarbókasafninu Grófinni
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6100 

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | s. 411 6170.