Aðstaða í Grófinni

Torgið - 1. hæð er breytanleg aðstaða fyrir gesti þar sem hægt er að læra, vinna saman í hópavinnu, halda fundi, tylla sér niður, kíkja í tímarit og bækur, hitta fólk og sinna sínum hugðarefnum. Hægt er að bóka Torgið til eigin afnota en viðburðir á vegum safnsins ganga fyrir í rýminu. Þegar torgið er ekki bókað vegna viðburða er gestum velkomið að nota plássið að vild og raða húsgögnum upp eftir eigin þörfum. Gestir sjá sjálfir um að raða upp á þann hátt sem hentar og ganga frá eftir sig að notkun lokinni. 

Bókatorg - 1. hæð er bjart og notalegt rými þar sem hægt er að sækja innblástur í nýjustu bækurnar og annað áhugavert efni sem þar er stillt út, gjarnan í tengslum við umræðuna í samfélaginu og uppákomur ýmiss konar. Bókatorgið hentar vel til viðburðahalds, s.s. fyrir móttökur, tónleika og kynningar. Stærðin er 64 fermetrar, opið, bjart og hátt til lofts.

Kompan - Hlaðvarpsstúdíó - 5. hæð er lítið upptökustúdíó þar sem gestir sem eiga bókasafnsskírteini geta tekið upp sína eigin hlaðvarpsþætti eða annað talað efni. Hér er hægt að bóka rýmið.

Verkstæðið - 5. hæð er hljóðeinangrað rými með tölvum og hljóðfærum, þar sem hægt er að fikta í allskonar. Verkstæðið opnar haustið 2020.

Ljóðatorg - 5. hæð hentar vel fyrir litla viðburði, s.s. upplestra, fámennar móttökur eða kynningar, og þar er líka dásamlegt að prófa hengirúmið okkar og láta fara vel um sig. 

Á fimmtu hæðinni er líka hægt að læra í rólegheitum og njóta útsýnis yfir sjóinn og að Esjunni.

 

Sýningar- og viðburðahald í Grófinni

Listamenn geta lagt inn umsókn um sýningarhald og/eða umsókn um viðburð. 
Sýningarnefnd Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarnefnd áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær.
Deildarstjórar Borgarbókasafnsins taka afstöðu til umsókna um viðburðahald.

Hringurinn - 2. hæð 
Á annarri hæð í Grófinni er boðið upp á sýningar í litlu útskoti. Verkin eru hengd með klemmum á vírlínu sem er strengd í loftið.
 

Sjá yfirlit yfir aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

Nánari upplýsingar veitir Barbara Guðnadóttir, safnstjóri í Grófinni
barbara.gudnadottir@reykjavik.is