Kompan – hljóðver

Kompan

Kompan er lítið hlaðvarpsstúdíó á annarri hæð í Grófinni. Rýmið er innréttað með mörgum hillumetrum af fallegum bókum sem bæta hljóðvistina. Gestum bókasafnsins gefst kostur á að bóka Kompuna og nota upptökubúnað safnins fyrir hlaðvarpsupptökur þeim að kostnaðarlausu. 

Hér fyrir neðan er hægt að senda beiðni um bókun á Kompunni, en enn er ekki hægt að sjá einungis lausa tíma. Starfsmaður safnsins svarar öllum beiðnum og leggur til annan tíma ef þarf.

Gestir þurfa að hafa gilt bókasafnsskírteini hjá Borgarbókasafninu. Kompan opnar á sama tíma og Grófarhús en lokar klukkutíma fyrir lokunartíma þess. Gestum er frjálst að bóka allt að fjóra klukkutíma í senn í Kompunni tvisvar í viku. 

Í Kompunni býðst fólki að taka upp allt að fjórar rásir í senn, hver með sinn hljóðnema, og þar eru sæti fyrir fimm. Fjórir geta hlustað á upptökur og hljóðblöndun í einu. Fólki býðst einnig aðgangur að tölvu til eftirvinnslu með aðgengi að forritunum Audacity og Reaper, en kennsluleiðbeiningar á forritin eru aðgengilegar í rýminu. 

Í Kompunni er að finna:

  • Zoom H6 upptökutæki
  • Þrjá Shure SM58 hljóðnema og einn Electro-Voice RE320 hljóðnema
  • Tvenn heyrnartól
  • Pop-filter á hverjum hljóðnemastandi 

Borgarbókasafnið stendur sjálft fyrir framleiðslu á ýmsum hlaðvarpsþáttum og hafa þættirnir verið teknir upp í Kompunni. Þættirnir eru gefnir út undir nafninu Hlaðvarp Borgarbókasafnsins og getur fólk hlustað á þá í helstu hlaðvarpsöppum. 

Viltu taka upp viðtal við langömmu þína? Ræða nýjustu fréttir við besta vin þinn? Taka upp þriggja tíma einræðu um skósmíðar? Kíktu í Kompuna – þar er, merkilegt nokk, pláss fyrir alla.

Eruð þið búin að prófa?

Ef þú vilt spyrja frekar út í tækjabúnað eða fyrirkomulag, eða rabba um Kompuna almennt, skaltu senda okkur línu á hladvarp@borgarbokasafn.is. Allar bókanir fara fram í gegnum skráningarformið hér fyrir neðan.

Hvenær viltu panta Kompuna og hvað viltu hafa hana lengi? Athugaðu að aðeins er hægt að panta Kompuna frá opnun safnsins og þangað til klukkutíma fyrir lokun. Ef þú hefur hug á því að nota hugbúnaðinn í Komputölvunni til að vinna hljóðskrárnar skaltu gera ráð fyrir lengri tíma en ella.