Aðgengi | Borgarbókasafnið Kringlunni

Almenningssamgöngur 

Nær allir strætisvagnar stoppa við einhverja hinna þriggja stoppistöðva í nágrenni Kringlunnar.  

Strætóar sem stoppa á Listabraut:  
strætó nr. 2 og 13 (stoppistöðvar Borgarleikhús og Verzló) 
strætó nr. 14 (stoppistöð Verzló) 

Strætóar sem stoppa á Miklubraut:  
strætó nr. 3, 4, 6, 57 og 106 (stoppistöð Kringlan)  

Strætóar sem stoppa á Kringlumýrarbraut:  
strætó nr. 1, 55 og 101 (stoppistöð Kringlumýrarbraut)  

Nánari upplýsingar á straeto.is

Hjólastæði 

Hefðbundin hjólastæði eru víða við Kringluna og fyrir utan bókasafnið. Auk þess eru BIKEEP snjallstæði við inngang Hamborgarafabrikkunnar. 

Bílastæði og inngangur 

Við erum til húsa í viðbyggingu sem tengir Kringluna og Borgarleikhúsið við Listabraut 4. Aðgengi er gott af neðra bílaplani Kringlunnar við Borgarleikhúsið. Stæði fyrir hreyfihamlaða eru nálægt inngangi safnsins. Engir þröskuldar eru við ytri og innri inngang í safnið. Einnig er hægt að nota inngang frá efra bílaplani, fara niður rampinn til vinstri meðfram gluggunum og taka lyftuna eða stigann niður á næstu hæð.  

Barnavagnar 

Geyma má barnavagna fyrir framan inngang safnsins. Hægt er að fá lánaðar barnakerrur í þjónustuveri Kringlunnar.  

Salerni 

Þrjú salerni eru við safnið, eitt merkt konum, annað körlum og það þriðja er fyrir hreyfihamlaða. Þar er einnig að finna skiptiborð fyrir ungbörn. 

Nestisaðstaða 

Leyfilegt er að gæða sér á nesti á borðum út við gluggana í safninu. 

Hljóðvist og lýsing 

Almenningsbókasöfn eru oft á tíðum erilsöm enda staður fyrir fólk að koma saman á. Talsvert er um heimsóknir skólahópa og ýmis konar viðburðir í boði, jafnt á virkum dögum sem og um helgar. Þrátt fyrir þetta er oft hægt að hitta á rólegar stundir og mögulegt að koma sér vel fyrir á notalegum stað til að sökkva sér niður í lestur, vinnu eða lærdóm.  

Hljóðvistin í safninu er ágæt. Engin lokuð rými eru í boði fyrir notendur en þar er þó að finna nokkur góð afdrep. Píphljóð berst frá sjálfsafgreiðsluvélum.  

Ledljós eru í loftum. Ljósaseríur eru í gluggum yfir dimmustu mánuðina. 

Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið sem og smáhundar á sunnudögum í samræmi við reglur Kringlunnar.

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri 
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | 411 6200