Stefnumót við rithöfunda

Í nóvember er kominn ilmur af nýprentuðum bókum í loftið og höfundar keppast við að lesa upp úr verkum sínum. Við bjóðum 8.-10. bekkingum að eiga stefnumót við rithöfunda í menningarhúsum okkar. Kynningarbréf eru send út á haustin til kennara og því er um að gera að bregðast fljótt við og bóka sem fyrst því færri komast að en vilja.

Í heimsókninni lesa rithöfundar upp úr nýjum verkum og spjalla við nemendur um efni bóka sinna auk þess að gefa þeim innsýn í líf og starf rithöfundarins. 

Bókanir fara fram á fraedsla@borgarbokasafn.is. Hver heimsókn tekur u.þ.b. 45 mín.
Þeir sem koma langt að fá rútu sér að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar veitir:

Ásta Halldóra Ólafsdóttir, deildarbókavörður og teymisstjóri unglingastarfs
asta.halldora.olafsdottir@reykjavik.is