Safnfræðsla fyrir 9-12 ára

Við bjóðum 9-12 ára börnum í heimsókn ásamt kennara að kynnast safninu og starfsemi þess með því að koma í heimsókn á safnið í hverfinu sínu. 

Barnabókaverðir vinna nú að nýrri fræðsludagskrá fyrir skólabörn í samvinnu við Evu Rún Þorgeirsdóttur rithöfund. Verkefninu er ætlað að styðja við starf barnabókavarða með fræðsluefni sem opnar gátt inn í skapandi veröld bókmennta og opnar augu barna fyrir því sem þeim stendur til boða á bókasafninu. Fræðsludagskráin verður kynnt í byrjun árs 2019.

Við hvetjum kennara allra skólastiga til að kynna sér hvað menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða og hafa heimsóknir á bókasafnið sem fastan lið í kennslunni. Söfnin eru sannkallaðir griðastaðir fyrir börn þar sem þau geta leitað eftir afþreyingu, hitt vini sína, unnið heimavinnuna eða tekið þátt í skapandi verkefnum.

Nánari upplýsingar um safnfræðsluna veita barnabókaverðir á hverjum stað.
Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedsla@borgarbokasafn.is

Verkefnastjóri barnastarfs er Þorbjörg Karlsdóttir, thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is