Málað saman og slakað á - Amtsbókasafnið

Vatnslitanámskeið með Jitku á Amtsbókasafninu miðlaði grunntækni í vatnslitun. Þátttakendur fengu aðstoð við að gera sitt eigið málverk. Þemað var blóm og tré og allt sem þeim tengist.
Það skipti ekki máli hvort um byrjendur eða lengra komnar var að ræða, Jitka var á staðnum allan tímann til að leiðbeina og hjálpa. Þátttakendum bauðst einnig að koma með sitt eigið efni ef það vildi, annars voru vatnslitir og blöð á staðnum. Viðburðurinn fór aðallega fram á ensku og var fyrir 15 ára og eldri. Nauðsynlegt var að skrá sig á viðburðinn fyrir þátttöku.

Leiðbeinandinn Jitka Hermankova er fædd í Tékkóslóvakíu en er búsett á Akureyri. Á síðustu árum hefur Jitka tileinkað sér tækni í vatnslitamálun, nú hefur hún málað seríu af hvölum klæddum íslenskri lopapeysu, þannig hefur hún tengt vinnu sína í hvalaskoðun við listsköpun. Jitka hafði áður unnið með Amtsbókasafninu og boðið upp á vatnslitanámskeið sem fleiri sóttu en skipuleggjendur bjuggust við. Hrönn Björgvinsdóttir og Aija Burdikova stukku á tækifærið þegar ljóst var að þær gætu skipulagt viðburð í tengslum við verkefnið Vettvangur samsköpunar og buðu Jitku að vera með vinnustofu. Vinnustofa Jitku var tilvalin því hennar skapandi tækni og handleiðsla hefur burði til að leyfa ólíku fólki að mætast og gera eitthvað saman, bæði innfæddum Akureyringum ásamt innflytjendum.  

Á sunnudagsmorgninum 4. júní kl. 10 komu saman 10 þátttakendur á Amtsbókasafninu til að læra vatnslitun. Þau gáfu sér þrjá tíma í listsköpunina, Jitka leiddi þau í gegnum tækniatriði, leiðbeindi skissugerð með innblæstri bæði úr umhverfinu og ímyndunaraflinu. Þátttakendur spjölluðu saman, drukku kaffi og nörtuðu í kex, og áttuðu sig á mikilvægi þess að vera á staðnum og þegar sumir penslarnir enduðu í kaffibollunum í stað þar tilgerðrar glasa. 

Nokkrir þátttakendur færðu sig út fyrir bókasafnið og söfnuðu sumarblómum til að nota í frekari listsköpun. Það var ró yfir þessum morgni og Jitka minntist á að þessi hópur hefði verið sá rólegasti sem hún hefði kennt til þessa. Samræður sem sköpuðust voru ekki margar, en eftirtektarvert var að þátttakendur töluðu um verkefnin sem myndu halda áfram göngu sinni á Amtsbókasafninu og hvernig þeim hefði verið tekið í samfélaginu. Eitt af samtölunum snéri til dæmis að Frískápnum sem hefur verið hluti af bókasafninu síðan 2022, þar sem fólk getur komið með afgangsmat sem öðrumst býðst að taka frítt og draga þannig úr matarsóun. Þátttakendur ræddu hvort virkilega allir gætu sótt matvæli í skápinn óháð fjárhagslegri stöðu eða hvort aðgengi væri með öllu óhindrað, sem er raunin.

Þessi viðburður er einn af mörgum sem hafa verið í þróun á Amtsbókasafninu. Starfsfólk hefur verið iðið við að rannsaka sjálf með viðtölum og könnunum í anda hönnunarhugsunar (design-thinking process) til að móta stefnumótun fyrir 2023-2025 og unnið vinnuna í samstarfi við Dokk1 bókasafnið í Aarhus. Í slíkum rannsóknum er upplifun notenda og væntingar til bókasafnsins í fyrirrúmi og einnig er litið til breytinga á hlutverki bókasafna í nútímasamfélögum. Nýsköpunarverkefni eins og samfélagsgarðar, sem bókavörðurinn Hrönn Björgvinsdóttir hefur átt frumkvæði að, sýna þessa breytingu í verki og varpa ljósi á bókasöfnin sem samfélagsvettvang en ekki aðeins stað til að geyma og lána bækur. Nokkur atriði eru enn óleyst sem varða þetta breytingaferli: Þó svo meirihluti fólk hafi gaman af því að meira líf sé að færast inn í bókasöfnin þar sem fólk nýtir þau sem samfélagsrými, þá  eru einnig sumir sem kunna að meta bókasöfnin staði þar hægt er að vera út af fyrir sig í ró og næði. Einnig er hægt að spyrja sig um tengslanet milli ólíkra bókasafna á Íslandi og hvernig hægt sé að styrkja þau tengsl. Að loknum þessum áhugaverðu samtölum á þessum rólega sunnudegi þá erum við enn spenntari fyrir því hvað þessi vegferð um landið allt ber í skauti sér.

efniviður í vatnslitamálun

Fylgist með þróun verkefnisins Vettvangur samsköpunar.

Frekari upplýsingar
Lara Hoffmann
Verkefnastjóri og rannsakandi
laraw@unak.is