Leshringir Borgarbókasafnsins

Það er skemmtilegt að lesa og enn skemmtilegra að deila hugmyndum um bókmenntirnar með öðrum! Í menningarhúsum Borgarbókasafnsins hittast reglulega hópar sem spjalla um alls kyns bókmenntir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Kíktu á þá hópa sem eru í boði og komdu að lesa með okkur!

Langar þig að stofna þinn eigin hóp þar sem þið ræðið um bækur, plötur eða bíómyndir? Við erum alltaf opin fyrir nýjum leshringjum í öllum söfnum. Ef þú hefur áhuga á að stofna leshring bjóðum við fram húsnæði safnanna meðan á opnunartíma stendur. 

Fannst þér bókin sem þú varst að lesa frábær og langar að segja öllum frá henni? Bókaðu tíma í Kompunni, hlaðvarpsstúdíóinu okkar í Grófinni. Sendu póst á hladvarp@borgarbokasafn.is og kynntu þér leiðbeiningarnar hér.